Innlent

Búið að loka kjör­stað í Gríms­ey

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grímsey.
Frá Grímsey. Vísir/Jóhann K.

Kjörstað í Grímsey var lokað um hádegi, en venja er kjörstað sé lokað í eynni um þetta leyti kjördags til að örugglega sé hægt að sé að koma kjörkassanum í land í tæka tíð. Sömuleiðis hafa eyjamenn vanið sig við að mæta snemma á kjörstað.

Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri, segir að alls séu 52 á kjörskrá í Grímsey, en eyjan heyrir undir sveitarfélaginu Akureyrarbæ. Helga segir að 24 hafi greitt atkvæði á kjörstað í eynni í morgun. Hún segir líklegt að aðrir íbúar eyjarinnar hafi svo kosið utan kjörfundar eða á Akureyri.

Helga segir að kjörsóknin á Akureyri það sem af er degi sé nokkuð minni en í kosningunum 2018 og svo í þingkosningunum á síðasta ári.

Klukkan 13 hafi 2.116 manns greitt atkvæði á Akureyri, eða 14,72 prósent. Á sama tíma í kosningunum 2018 hafi 15 prósent greitt atkvæði, og í þingkosningunum í september 16,8 prósent.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.