Innlent

Yfirmaður hjá Arion handtekinn á árshátíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Umræddur yfirmaður er sagður hafa slegið öryggisvörð á árshátíð Arion.
Umræddur yfirmaður er sagður hafa slegið öryggisvörð á árshátíð Arion. Vísir/Vilhelm

Háttsettur yfirmaður í Arion banka mun hafa verið handtekinn vegna meintrar líkamsárásar á öryggisvörð á árshátíð fyrirtækisins. Þetta var um síðustu helgi og er öryggisvörðurinn sagður ætla að leggja fram kæru.

Þetta kemur fram í frétt DV en þar segir að hin meinta líkamsárás hafi átt sér stað síðasta laugardag í Kórnum í Kópavogi. Þar hafi verið að halda árshátíð Arion banka og að háttsett kona í bankanum hafi ráðist á öryggisvörð vegna þess að hún hafi ekki fengið yfirhöfn sína því hún hafði týnt miða sínum.

Konan er sögð hafa slegið öryggisvörðinn og veitt honum áverka á augntóft.

Hún mun hafa mætt til vinnu á mánudeginum en er nú sögð hafa farið í leyfi. Í svari við fyrirspurn DV segir að málið sé í skoðun innan fyrirtækisins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.