Innlent

„Í dag upp­lifi ég aðal­lega þakk­læti“

Atli Ísleifsson skrifar
HIldur Björnsdóttir skilar atkvæði sínu í Frostaskjólinu um klukkan 11 í morgun.
HIldur Björnsdóttir skilar atkvæði sínu í Frostaskjólinu um klukkan 11 í morgun. Vísir/Vilhelm

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“.

Þetta sagði Hildur í samtali við fréttastofu eftir að hafa kosið í Frostaskjóli í vesturbæ Reykjavíkur upp úr klukkan 11 í dag. Hún segir að dagurinn og kvöldið leggist hrikalega vel í sig.

„Kjördagur er alltaf hátíðsdagur fyrir mér þannig að ég hlakka til að klára þennan dag og ég er alltaf svo bjartsýn. Ég er bjartsýnismanneskja og vona að niðurstöðurnar verða góðar í kvöld.“

Hildur segir það hafa einkennt kosningabaráttuna hvað hún hafi verið óvenjulega stutt. „Það er sannarlega eitthvað sem var sérkennilegt. En hún var skemmtileg. Við höfum rosalega gaman að vera í baráttu og ég er ótrúlega þakklát þeim sem að lögðu okkur lið og komu og sýndu að við erum þessi fjöldahreyfing. Í dag upplifi ég aðallega þakklæti.“

Hún segir það ekki koma sér á óvart að einhverjar kannanir sýni að meirihlutinn sé fallinn. Hún bendir ennfremur á að Sjálfstæðisflokkurinn fái jafnframt meira fylgi en hann mælist með í könnunum og því sé hún bjartsýn.

Sjá má viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Pólariseríng minni en síðast

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun.

„Á­fram Sósíal­istar! Á­fram fé­lags­hyggjan!“

„Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“

Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×