Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga en í gær mældust fimm skjálftar yfir 3,0 að stærð við Reykjanestá.
Á vef Veðurstofunnar segir að sá stærsti hafi mælst 3,5 að stærð klukkan 15:41 og voru upptök hans 2,1 kílómetra norðvestur af Reykjanestá.
Í athugasemd frá jarðvísindamanni segir að klukkan 19:28 í gærkvöldi hafi orðið skjálfti 3,2 að stærð, klukkan 17:04 skjálfti 3,1 að stærð, klukkan 16:41 skjálfti 3,3 að stærð, klukkan 15:41 skjálfti 3,5 að stærð og klukkan 11:09 í gærmorgun hafi mælst skjálfti af stærðinni 3,4 á sömu slóðum.
Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga og mældist þar skjálfti 3,2 að stærð klukkan 02:32 í nótt.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.