Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 23:03 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir ótækt að húsnæðismarkaðurinn valdi því að ójöfnuður aukist fram úr öllu hófi. Vísir/Vilhelm Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn. Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni: Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni:
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30