Fótbolti

Dagný og stöllur fá nýjan aðalþjálfara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Paul Konchesky hefur verið aðstoðarþjálfari West Ham frá því í maí í fyrra.
Paul Konchesky hefur verið aðstoðarþjálfari West Ham frá því í maí í fyrra. Stephen Pond - The FA/The FA via Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham eru komnar með nýjan aðalþjálfara í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Paul Konchesky, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur tekið við stjórnartaumunum.

Konchesky hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins frá því í maí á síðasta ári. Hann tekur nú við sem aðalþjálfari af Olli Harder sem lét af störfum eftir 2-0 tap liðsins gegn Arsenal í lokaumferð deildarkeppninnar síðastliðinn sunnudag.

Konchesky þekkir vel til innan West Ham enda var hann leikmaður liðsins á árunum 2005 til 2007. Á ferli sínum sem leikmaður lék hann einnig með liðum á borð við Tottenham, Fulham, Liverpool og Leicester.

Dagný og stöllur höfnuðu í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili, en liðið tapaði fjórum af seinustu fimm deildarleikjum sínum. Þá komst liðið alla leið í undanúrslit FA-bikarsins á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.