Fótbolti

Messi henti Conor af toppi tekjulistans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi gekk í raðir Paris Saint-Germain frá Barcelona síðasta sumar.
Lionel Messi gekk í raðir Paris Saint-Germain frá Barcelona síðasta sumar. getty/John Berry

Argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi var tekjuhæsti íþróttamaður síðasta árs samkvæmt úttekt Forbes. Hann tók toppsætið af írska bardagakappanum Conor McGregor. 

Á síðasta ári þénaði Messi samtals 107 milljónir punda. Þar af voru 45 milljónir vegna hvers kyns styrktarsamninga.

Messi var í 2. sæti tekjulista Forbes á síðasta ári en hoppaði upp í toppsætið sem Conor sat síðast í. Að þessu sinni er Conor ekki einu sinni meðal tíu tekjuhæstu íþróttamanna heims. Hann hefur ekki barist síðan síðasta sumar.

Körfuboltamaðurinn LeBron James er í 2. sæti tekjulistans en hann þénaði 99 milljónir punda á síðasta ári. Hann bætti þar með eigið met, sem hann setti í fyrra, um tuttug milljónir punda.

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, er í 3. sæti tekjulistans með 94 milljónir punda. Neymar er í 4. sætinu og Stephen Curry í því fimmta.

Tíu tekjuhæstu íþróttamenn heims á síðasta ári

  1. Lionel Messi - 107 milljónir punda
  2. LeBron James - 99 milljónir punda
  3. Cristiano Ronaldo - 94 milljónir punda
  4. Neymar - 78 milljónir punda
  5. Stephen Curry - 76 milljónir punda
  6. Kevin Durant - 74,8 milljónir punda
  7. Roger Federer - 74,4 milljónir punda
  8. Canelo Alvarez - 73,7 milljónir punda
  9. Tom Brady - 68,7 milljónir punda
  10. Giannis Antetokounmpo - 66,3 milljónir punda



Fleiri fréttir

Sjá meira


×