Fótbolti

Íslendingarnir hjá Bayern fá nýjan þjálfara á næsta tímabili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jens Scheuer hughreystir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir tap Bayern München fyrir Wolfsburg í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni.
Jens Scheuer hughreystir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir tap Bayern München fyrir Wolfsburg í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni. getty/Martin Rose

Ljóst er að Bayern München, sem þrjár íslenskar landsliðskonur leika með, verður með nýjan þjálfara á næsta tímabili.

Jens Scheuer, sem hefur stýrt Bayern undanfarin þrjú ár, hættir með liðið eftir þetta tímabil. Hann stýrir Bayern í síðasta sinn þegar liðið mætir Potsdam í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

Scheuer tók við Bayern 2019 og undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari í fyrra. Áður stýrði hann Freiburg.

Á tíma Scheuers hjá Bayern sömdu þrír Íslendingar við liðið. Fyrst Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, svo Glódís Perla Viggósdóttir og loks Cecelía Rán Rúnarsdóttir.

Bayern er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og endar þar, sama hvernig leikurinn á sunnudaginn fer. Þá komst liðið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.


Tengdar fréttir

Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar

Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×