Blikar fyrsta liðið í sextán ár með fullt hús eftir fimm leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 11:00 Blikar hafa byrjað mótið frábærlega. Hér fagna þeir einum af fimm sigrum sínum í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik komst í gærkvöldi í sannkallaðan úrvalshóp með átta öðrum liðum sem hafa náð fullkominni fimm leikja byrjun á Íslandsmótinu frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman sumarið 1959. Blikar unnu 3-2 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum í gær og hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína í Bestu-deildinni. Markatalan er sextán mörk skoruð gegn aðeins fjórum fengnum á sig. Blikar hafa unnið Keflavík, KR, FH, ÍA og svo Stjörnuna í þessum fyrstu leikjum tímabilsins. Það eru liðin sextán ár síðan lið náði slíkri byrjun í efstu deild og þetta er því metbyrjun hjá Breiðabliki í tólf liða deild. Síðasta lið á undan Blikum til að ná fullkominni fimm leikja byrjun voru FH-ingar sumarið 2006. Það FH-lið endaði á því að meistari sem og FH-liðið árið áður sem vann líka fimm fyrstu leiki sína. Sumarið 2005 vann líka annað lið fimm fyrstu leiki sína en það voru Valsmenn. Þeir eru eina liðið ásamt Keflavíkurliðinu sumarið 1997 sem hafa fengið fimmtán stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjunum en ekki náð að fylgja því eftir og verða Íslandsmeistarar. KR varð fyrsta liðið til að ná þessu sumarið 1959 en það lið vann alla tíu leiki sína á tímabilinu. Frá 1959 til 1995 bættust þrjú lið í hópinn, Keflavík 1973, Valur 1978 og ÍA 1995 en þau unnu öll Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi hætti. Það er ekki nóg með að Blikar hafi unnið fimm fyrstu leiki þessa tímabils því þeir unnu einnig átta af síðustu níu leikjum sumarsins í fyrra. Þetta eina tap kostaði þá titilinn en Blikar eru nú búnir að vinna þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum í efstu deild. Það er því óhætt að segja að Blikar hafi tekið upp þráðinn frá síðasta hausti og eru nú í góðri stöðu á toppi deildarinnar. Í raun allt annarri stöðu en í fyrrasumar þegar liðið vann bara tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og var með átta stigum færra eftir jafnmarga leiki og í ár. Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Blikar unnu 3-2 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum í gær og hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína í Bestu-deildinni. Markatalan er sextán mörk skoruð gegn aðeins fjórum fengnum á sig. Blikar hafa unnið Keflavík, KR, FH, ÍA og svo Stjörnuna í þessum fyrstu leikjum tímabilsins. Það eru liðin sextán ár síðan lið náði slíkri byrjun í efstu deild og þetta er því metbyrjun hjá Breiðabliki í tólf liða deild. Síðasta lið á undan Blikum til að ná fullkominni fimm leikja byrjun voru FH-ingar sumarið 2006. Það FH-lið endaði á því að meistari sem og FH-liðið árið áður sem vann líka fimm fyrstu leiki sína. Sumarið 2005 vann líka annað lið fimm fyrstu leiki sína en það voru Valsmenn. Þeir eru eina liðið ásamt Keflavíkurliðinu sumarið 1997 sem hafa fengið fimmtán stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjunum en ekki náð að fylgja því eftir og verða Íslandsmeistarar. KR varð fyrsta liðið til að ná þessu sumarið 1959 en það lið vann alla tíu leiki sína á tímabilinu. Frá 1959 til 1995 bættust þrjú lið í hópinn, Keflavík 1973, Valur 1978 og ÍA 1995 en þau unnu öll Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi hætti. Það er ekki nóg með að Blikar hafi unnið fimm fyrstu leiki þessa tímabils því þeir unnu einnig átta af síðustu níu leikjum sumarsins í fyrra. Þetta eina tap kostaði þá titilinn en Blikar eru nú búnir að vinna þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum í efstu deild. Það er því óhætt að segja að Blikar hafi tekið upp þráðinn frá síðasta hausti og eru nú í góðri stöðu á toppi deildarinnar. Í raun allt annarri stöðu en í fyrrasumar þegar liðið vann bara tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og var með átta stigum færra eftir jafnmarga leiki og í ár. Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari
Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira