Innlent

Maður lést við Hengifoss

Eiður Þór Árnason skrifar
Kerti123

Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir voru kallaðar út að Hengifossi í norðanverðum Fljótsdal á öðrum tímanum í dag þegar tilkynning barst um veikan mann. 

Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn reyndist einstaklingurinn vera látinn en hann var erlendur ferðamaður. Endurlífgun var reynd á vettvangi en skilaði ekki árangri. 

Ekki er vitað um dánarorsök á þessari stundu en grunur er um hjartaáfall, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×