Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 10. maí 2022 22:19 Systur á blaðamannafundi í Tórínó rétt í þessu. Vísir Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. Jens Geerst var með fyrstu spurninguna fyrir systurnar og vinnur hjá OutTV sem er hinsegin fjölmiðill. Jens er trans og þakkaði þeim innilega fyrir að vekja athygli á mikilvægu málefni. Í kjölfarið spurði Jens hvort það væri ástæða á bak við það að þær vildu vekja athygli á málefnum trans fólks. Sigga svaraði og sagði ástæðuna meðal annars að hún sé sjálf foreldri trans barns. Þegar barnið hennar kom út sem trans segist hún í kjölfarið hafa áttað sig á fáfræði og fordómum hjá mörgum og sagði að þær vildu með þessum sýnileika og skilaboðum hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust og reyna að koma í veg fyrir fáfræði og fordóma. Danskur fjölmiðlamaður spurði Systur út í lagið, sem hafði ekki verið verið ofarlega í veðbönkum, út í einstaka íslenska hljóðið og hvort þetta hefði komið þeim á óvart. Sigga svaraði að lög þurfi ekki alltaf að vera risastór. Ísland sjálft sé til dæmis lítið og þær hafi náð með sanni að vera samkvæmar sjálfum sér í þessu atriði. Skilaboð lagsins séu mikilvægasti fókusinn og Systur vilji veita fólki von. Fólki sem sé til dæmis ekki frjálst, eins og fólk í Úkraínu. „Við ættum öll að standa saman og við megum ekki láta fjölmiðla normalísera stríðið.“ Systur drógu upp úr skálinni að þær verða í seinni hluta lokakvölds Eurovision á laugardag. Lagið Með hækkandi sól verður flutt aftur á Eurovision sviðinu á laugardag.Vísir/Sylvía Rut Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Júrógarðurinn Málefni trans fólks Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur með Systrum Systur flugu áfram upp úr fyrri undanúrslitum Eurovision í kvöld og snúa aftur á lokakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Jens Geerst var með fyrstu spurninguna fyrir systurnar og vinnur hjá OutTV sem er hinsegin fjölmiðill. Jens er trans og þakkaði þeim innilega fyrir að vekja athygli á mikilvægu málefni. Í kjölfarið spurði Jens hvort það væri ástæða á bak við það að þær vildu vekja athygli á málefnum trans fólks. Sigga svaraði og sagði ástæðuna meðal annars að hún sé sjálf foreldri trans barns. Þegar barnið hennar kom út sem trans segist hún í kjölfarið hafa áttað sig á fáfræði og fordómum hjá mörgum og sagði að þær vildu með þessum sýnileika og skilaboðum hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust og reyna að koma í veg fyrir fáfræði og fordóma. Danskur fjölmiðlamaður spurði Systur út í lagið, sem hafði ekki verið verið ofarlega í veðbönkum, út í einstaka íslenska hljóðið og hvort þetta hefði komið þeim á óvart. Sigga svaraði að lög þurfi ekki alltaf að vera risastór. Ísland sjálft sé til dæmis lítið og þær hafi náð með sanni að vera samkvæmar sjálfum sér í þessu atriði. Skilaboð lagsins séu mikilvægasti fókusinn og Systur vilji veita fólki von. Fólki sem sé til dæmis ekki frjálst, eins og fólk í Úkraínu. „Við ættum öll að standa saman og við megum ekki láta fjölmiðla normalísera stríðið.“ Systur drógu upp úr skálinni að þær verða í seinni hluta lokakvölds Eurovision á laugardag. Lagið Með hækkandi sól verður flutt aftur á Eurovision sviðinu á laugardag.Vísir/Sylvía Rut Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Júrógarðurinn Málefni trans fólks Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur með Systrum Systur flugu áfram upp úr fyrri undanúrslitum Eurovision í kvöld og snúa aftur á lokakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur með Systrum Systur flugu áfram upp úr fyrri undanúrslitum Eurovision í kvöld og snúa aftur á lokakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:19
Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06
Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50