Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2022 21:00 Björk Lárusdóttir er 27 ára. Henni var ekki úthlutað réttu líffræðilegu kyni við fæðingu og hóf kynleiðréttingarferli, sem náði hápunkti með ævintýraferð til Tælands í apríl. Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið. Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið.
Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira