Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 09:35 Andstæðingar Marcos yngri mótmæla fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar í Manila. Vísir/EPA Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt. Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17