Íslenska þríeykið í Bayern á glænýjum Audi Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 14:01 Þrír Íslendingar eru í liði Bayern sem fékk boð í höfuðstöðvar Audi í gær. Instagram/@fcbfrauen Eftir að hafa þurft að bíta í það súra epli um helgina að Wolfsburg skyldi verða Þýskalandsmeistari fengu leikmenn Bayern München góðar fréttir í gær. Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam. Þýski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam.
Þýski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira