Ármann og Þróttur fái Laugardalshöll fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2022 14:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reynir að slá á áhyggjuraddir íbúa í Laugardalnum og tjáir sig í fjölmennum íbúahópi á Facebook í dag. Ármann og Þróttur eiga að fá Laugardalshöll út af fyrir sig ef marka má orð borgarstjóra. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að með nýrri þjóðarhöll skapist skilyrði fyrir því að félögin í Laugardal, Ármann og Þróttur, fái Laugardalshöll út af fyrir sig. Endurgerð stendur yfir á höllinni sem Dagur segir að verði lokið um miðjan ágúst. Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu. Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira