Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2022 10:23 Ferdinand „Bongbong“ Marcos á kjörstað á Filippseyjum í morgun. Vísir/EPA Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Skoðanakannanir hafa sýnt Marcos með meira en þrjátíu prósentustiga forskot á næsta keppinaut sinn, Leni Robredo, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talning hefst um leið og kjörstöðum verður lokað í kvöld og gæti línur skýrst fljótlega eftir það. Endanleg úrslit gætu þó ekki legið fyrir fyrr en eftir nokkra daga líkt og gerðist í kosningunum árið 2016. Þrjátíu og sex ár eru frá því að Marcos eldri, föður Marcos, var hrakinn úr embætti í fjöldamótmælum almennings. Hann hafði þá ríkt sem einræðisherra í tvo áratugi. Í nærri helming þess tíma giltu herlög í landinu og lét forsetinn handtaka, pynta og myrða fjölda fólks á þeim tíma. Einnig er kosið til varaforseta, beggja deilda þingsins og þúsunda embætta víðsvegar um eyjaklasann. Varaforsetaefni Marcos er Sara Duterte, dóttir fráfarandi forseta Rodrigo Duterte. Sá hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnagengjum í forsetatíð sinni sem hefur sætt alþjóðlegri fordæmingu. Marcos hefur verið gagnrýndur fyrir tilraunir til að hvítþvo ímynd föður síns og fjölskyldu sinnar. Fjölskyldan er talin hafa komið allt að tíu milljörðum dollara af opinberu fé úr landi þegar Marcos eldri hrökklaðist frá völdum. Filippseysk stjórnvöld reyna enn að endurheimta féð. Filippseyjar Tengdar fréttir Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Skoðanakannanir hafa sýnt Marcos með meira en þrjátíu prósentustiga forskot á næsta keppinaut sinn, Leni Robredo, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talning hefst um leið og kjörstöðum verður lokað í kvöld og gæti línur skýrst fljótlega eftir það. Endanleg úrslit gætu þó ekki legið fyrir fyrr en eftir nokkra daga líkt og gerðist í kosningunum árið 2016. Þrjátíu og sex ár eru frá því að Marcos eldri, föður Marcos, var hrakinn úr embætti í fjöldamótmælum almennings. Hann hafði þá ríkt sem einræðisherra í tvo áratugi. Í nærri helming þess tíma giltu herlög í landinu og lét forsetinn handtaka, pynta og myrða fjölda fólks á þeim tíma. Einnig er kosið til varaforseta, beggja deilda þingsins og þúsunda embætta víðsvegar um eyjaklasann. Varaforsetaefni Marcos er Sara Duterte, dóttir fráfarandi forseta Rodrigo Duterte. Sá hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnagengjum í forsetatíð sinni sem hefur sætt alþjóðlegri fordæmingu. Marcos hefur verið gagnrýndur fyrir tilraunir til að hvítþvo ímynd föður síns og fjölskyldu sinnar. Fjölskyldan er talin hafa komið allt að tíu milljörðum dollara af opinberu fé úr landi þegar Marcos eldri hrökklaðist frá völdum. Filippseysk stjórnvöld reyna enn að endurheimta féð.
Filippseyjar Tengdar fréttir Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17