Lífið

Chrishell Stause fann ástina á ný

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
G Flip og Chrishell Stause eru nýtt par!
G Flip og Chrishell Stause eru nýtt par! Instragram

„Undanfarið hef ég varið miklum tíma með manneskju sem er mér afar kær.“ þetta sagði fasteignasalinn Chrishell Stause í lokaþætti Selling Sunset sem er raunveruleikaþáttur um líf og störf fasteignasalanna hjá The Oppenheim Group í Los Angeles.

Í nýjustu þáttaröðinni fylgdust áhorfendur með Stause og Jason Oppenheim, eiganda fasteignasölunnar, opinbera ástarsambandið þeirra sem þau höfðu haldið leyndu um nokkurt skeið. Fréttirnar komu samstarfsfólki þeirra í opna skjöldu en parið virtist yfir sig ástfangið. Það var því sorglegt þegar leiðir skildu undir lok þáttaraðarinnar því Stause þráir heitt að eignast barn en Oppenheim fannst hann ekki tilbúinn.

Fasteignasalar stjarnanna komu síðan saman aftur til að fara yfir síðustu þáttaröðina en það var þá sem Stause sagðist vera byrjuð að hitta G Flip, sem heitir fullu nafni Georgia Claire Flipo. Hán er frá Ástralíu og starfar við tónlist og er afar fjölhæft. Hán syngur, semur lögin, trommar og er allt í öllu í framleiðsluferlinu.

Í lokaþætti Selling Sunset útskýrði Stause að G Flip sé kynsegin og þess vegna beri að nota persónufornafnið hán.

Það er þónokkur aldursmunur á parinu en Stause er fertug og G Flip 27 ára.


Tengdar fréttir

Hættar að horfa í laumi og skammast sín

Óraunveruleikinn er nýtt hlaðvarp um ýmsa raunveruleikaþætti sem sýndir eru hér á landi, þá aðallega um þá sem varða ástina. Á bak við þættina eru Sveindís Anja Þórhallsdóttir sálfræðingur og Hildur Stefanía Árnadóttir þroskaþjálfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.