Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. maí 2022 14:30 Leonid Eremeychuk / EyeEm Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps. Bandaríkin Menning Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps.
Bandaríkin Menning Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira