Fótbolti

Agla María kom inn er Häcken tyllti sér á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.
Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld. Twitter@@bkhackenofcl

Häcken er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Linköping í eina leik kvöldsins. Agla María Albertsdóttir spilaði hálftíma í liði Häcken.

Agla María og Diljá Ýr Zomers hófu leikinn á varamannabekknum. Johanna Rytting Kaneryd kom Häcken yfir á 17. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari tvöfaldaði Elin Rubensson forystuna.

Rubensson var svo tekin af velli fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu og átta mínútum síðar nældi Nilla Fischer sér í rautt spjald í liði gestanna og sigurinn því aldrei í hættu, lokatölur 2-0.

Með sigrinum fer Häcken upp fyrir meistara Rosengård sem eiga þó leik til góða. Häcken. með 15 stig eftir sjö leiki en Rosengård með 14 stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×