Fótbolti

Aron Þórður í KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Þórður hefur samið við KR.
Aron Þórður hefur samið við KR. KR.is

Aron Þórður Albertsson er genginn í raðir KR eftir að hafa spilað með Fram undanfarin ár. Aron Þórður er 25 ára gamall miðjumaður og semur við KR til þriggja ára. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins.

Aron Þórður fetar í fótspor nafna sinna Arons Snæs Friðrikssonar og Arons Kristófers Lárussonar sem gengu í raðir KR áður en keppni í Bestu deildinni hófst. KR hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum í Bestu deildinni til þessa á meðan Fram hefur ekki enn unnið leik.

Aron Þórður var lykilmaður í liði Fram sem fór taplaust í gegnum Lengjudeildina á síðustu leiktíð en hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Fram á þessu ári. Hefur hann til að mynda ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári.

Aron á alls að baki 131 deildarleik með Fram, HK og Þrótti Reykjavík. Aðeins 26 af leikjunum voru í efstu deild.

KR mætir KA í 4. umferð Bestu deildar karla á morgun, laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.