Inter á toppinn eftir magnaða endur­komu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lautaro Martinez reif sig úr treyjunni er hann kom Inter yfir.
Lautaro Martinez reif sig úr treyjunni er hann kom Inter yfir. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Ítalíumeistarar Inter lentu 0-2 undir gegn Empoli á heimavelli í kvöld en unnu á endanum 4-2 sigur sem þýðir að liðið er tímabundið komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Andrea Pinamonti kom gestunum yfir strax á 5. mínútu og martraðarbyrjun heimamanna hélt áfram þegar Szymon Zurkowski skoraði fimm mínútum síðar. Það mark hins vegar dæmt af og staðan því enn 0-1.

Á 28. mínútu skoraði Kristjan Asllani og það mark stóð. Staðan orðin 0-2 og Inter í allskyns vandræðum. Heimamenn náðu þó áttum og segja má að sjálfsmark Simone Romagnoli á 40. mínútu hafi gefið Inter byr undir báða vængi.

Áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið hafði Lautaro Martinez jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Martinez kom Inter svo eftir rúmlega klukkutíma og þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma fullkomnaði Alexis Sanchéz endurkomu heimamanna, lokatölur 4-2.

Inter er sem stendur á toppi Serie A með 78 stig eftir 36 leiki. AC Milan er þar fyrir neðan með 77 stig og leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira