Innlent

Börn að meðal­tali 17,5 mánaða þegar þau komast á leik­skóla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Börn eru að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau fá pláss á leikskóla hér á landi.
Börn eru að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau fá pláss á leikskóla hér á landi. Vísir/Vilhelm

Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla.

Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrsu BSRB en niðurstöður hennar voru kynntar á fundi í dag. Þar kemur fram að breytingin sé nokkur til hins betra frá árinu 2017 þegar börn voru að meðaltali 20 mánaða þegar þau fengu pláss á leikskóla.

Fram kemur í skýrslunni að þrátt fyrir að mikill sigur hafi unnist með lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði árið 2021 sé staðan nú sú að umönnunarbilið svokallaða, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, sé enn of langt í flestum tilfella.

Eins og staðan sé nú í leikskólum landsins séu möguleikar foreldra til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi takmarkaðir. Þá hafi ekki verið gripið til neinna aðgerða af hálfu ríkisvaldsins til þess að tryggja foreldrum tólf mánaða gamalla barna stuðning við umönnun og menntun þeirra á borð við leikskóla. Staða barna og foreldra sé því mjög misjöfn eftir búsetu. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRB

„Umönnunarbilið hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna þar sem konur eru líklegri til að minnka við sína vinnu en karlar eða lengja fæðingarorlof. Bilið veldur ungum barnafjölskyldum um allt land miklum vandræðum og oft tekjumissi þar sem margar hverjar þurfa að hagræða vinnu í marga mánuði, greiða mun hærri gjöld fyrir þjónustu dagforeldra ef sú þjónusta er á nanað borð fyrir hendi eða treysta á ættingja til að annast barnið áður en þau fá pláss á leikskóla,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. 


Tengdar fréttir

Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál

Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.