Fótbolti

Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joey Gibbs er aðalmarkaskorari Keflvíkinga.
Joey Gibbs er aðalmarkaskorari Keflvíkinga. vísir/hulda margrét

Nýjasti þátturinn af Þungavigtinni er kominn í loftið og meðal umræðuefnananna er stjörnuframherjinn sem Keflvíkingar eru að missa til Ástralíu.

Josep Gibbs, markahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrra og einn markahæsti leikmaður deildarinnar, missir af leikjum Keflavíkurliðsins á næstunni. Hann er á leiðinni heim til Ástralíu þar sem konan hans er að fara eignast barn.

„Keflavíkurliðið er búið að spila fjóra leiki og það liggur ljóst fyrir að Joey Gibbs muni yfirgefa landið og missa af einhverjum fimm leikjum eitthvað svoleiðis. Hann er ekki kominn á blað ennþá og hann virðist hafa mjög takmarkaðan áhuga á því að vera inn á vellinum,“ sagði Ríkharð Guðnason.

„Joey Gibbs kemur ekkert aftur. Ég ætla bara að staðfesta það án þess að ég hafi neitt fyrir mér í því,“ sagði Mikael Nikulásson.

„Þetta er lið sem er að berjast í fallbaráttu og verður að berjast í fallbaráttu. Þeir þurfa alla sína leikmenn og hundrað prósent fókuseraða. Keflavík er ekki að fara leyfa einhverjum gæja að fara í fimm til sex leiki á miðju tímabili og svo bara mætir hann aftur. Hvað verður hann að æfa þarna úti? Ég hef ekki trú á því. Ég held að Gibbs klári þetta áður en hann fer út og svo bara: Bless, bless. Svo kemur hann kannski á næsta ári í eitthvað annað lið,“ sagði Mikael.

„Þetta er ekki að virka og Keflavík ætti að fara núna og finna sér leikmann fyrir hann. Þeir hafa sex daga til þess,“ sagði Mikael.

Klippa: Þungavigtin: Umræða um Joey Gibbs

Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×