Fótbolti

Real kom Gumma Ben enn á ný upp á heimsfræga háa C-ið: Sjáðu og heyrðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson var í stuði í gær eins og leikmenn Real Madrid.
Guðmundur Benediktsson var í stuði í gær eins og leikmenn Real Madrid. vísir

Guðmundur Benediktsson fór á kostum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi í lýsingunni á leik Real Madrid og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Það kom honum á óvart eins og öðrum þegar Real Madrid sneri einvíginu við með tveimur mörkum á 90. mínútu og náði að tryggja sér framlengingu.

Manchester City virtist vera með öll tök á leiknum, og um leið einvíginu, enda 1-0 yfir á 89. mínútu eftir að hafa unnið fyrri leikinn 4-3.

„Það er ennþá líf í Real Madrid. Nú þurfa Madridingar eitt mark til þess að knýja fram framlengingu,“ sagði Guðmundur eftir jöfnunarmarkið frá Rodrygo en við þurftum ekki að bíða lengi eftir því að Rodrygo bætti við öðru marki og Gummi fór upp á heimsfræga háa C-ið.

„Rodrygo er að koma þeim yfir hér í uppbótartíma. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Guðmundur.

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Real Madrid kemur Gumma upp í þessa tíðni í ævintýrum sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Það má sjá mörkin hjá Real Madrid og heyra lýsingu Gumma Ben hér fyrir neðan.

Klippa: Gummi Ben lýsir mörkum Real Madrid á móti Man. CityFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.