Lífið

Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Lay Low ræddi við Júrógarðinn nokkrum klukkustundum fyrir brottförina til Ítalíu.
Lay Low ræddi við Júrógarðinn nokkrum klukkustundum fyrir brottförina til Ítalíu. Vísir

Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga.

Hljómsveitin Systur, skipuð þeim Elínu, Betu, Siggu og Eyþóri, er fulltrúi Íslands í keppninni. Lagið þeirra Með hækkandi sól er samið af Lay Low. 

„Það byrjaði miklu hægar, það var alveg mjög þungt“ segir lagahöfundurinn um sköpunarferlið í fyrsta þættinum af Júrógarðinum. Með hækkandi sól er fyrsta lagið sem Lay Low sendir í Söngvakeppnina og komst hún alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun.

„Fólk talar um að það sé rólegt, þið hefðuð átt að heyra fyrstu útgáfuna,“ segir Lay Low.

Viðtalið má sjá í heild sinni í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Júrógarðurinn verður auðvitað í keppnishöllinni í Tórínó og munu birtast fréttir, viðtöl, þættir og hlaðvörp um Eurovision hér á Lífinu á Vísi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×