Tónlist

Systur og Lay Low fluttu saman Euphoria og órafmagnaða útgáfu af Með hækkandi sól

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Systur og Lay Low.
Systur og Lay Low. Skjáskot

Systur fluttu lagið Með hækkandi sól saman ásamt Lay Low lagahöfundi lagsins í Eurovision House Party. Lay Low, Elín, Sigga og Beta eru allar staddar í Tórínó á Ítalíu þar sem Systur keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí.

Við sama tilefni tóku þær lagið Euphoria. Myndböndin hafa verið birt á vef keppninnar. Flutning þessa hæfileikaríku tónlistarkvenna má sjá hér fyrir neðan. Önnur æfing íslenska hópsins á Eurovision sviðinu fer fram á morgun. 


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.