„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 21:38 Úr dómsal þegar aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni stóð yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira