„Það er ekkert plan B“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:32 Kyana Sue Powers hefur þrjátíu daga til að yfirgefa landið eftir að umsókn hennar um dvalarleyfi var synjað. Vísir/Arnar Bandarískur áhrifavaldur segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi. Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“ Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“
Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39