Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2022 12:33 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Reykjavíkurflugvelli í morgun en hann var að koma úr flugi frá Egilsstöðum. Fyrir aftan má sjá svæðið umdeilda í Skerjafirði. Ívar Fannar Arnarsson Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við ráðherrann á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sem útvarpað var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Isavia hafa lýst áhyggjum um að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi flugvallarins vegna sviptivinda sem skapist frá nýjum byggingum nærri flugbrautum. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sig ósammála því mati og vilja hefja framkvæmdir í sumar. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Isavia hefur núna ítrekað áhyggjur sínar. „Við tókum undir þessar áhyggjur þeirra og báðum Reykjavíkurborg um viðbrögð. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ segir Sigurður Ingi. Hann minnir á flugvallarsamkomulagið sem gert var milli ríkis og borgar í nóvember 2019. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember árið 2019.Vilhelm Gunnarsson „Í minni sveit virða menn slíkt samkomulag og ég ætlast til þess að Reykjavíkurborg virði það,“ segir ráðherrann. Samkomulagið hafi ekki verið gert að ástæðulausu. Þetta snúi að flugöryggi og rekstrarmöguleika, bæði innanlandsflugs og einnig varaflugvallar millilandaflugs. „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstrarlega og öryggislega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg -Þannig að Reykjavíkurborg fær þetta svæði, Nýja Skerjafjörð, ekki til uppbyggingar í sumar? „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ svarar ráðherra flugmála, Sigurður Ingi Jóhannsson. Viðtalið má sjá hér: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við ráðherrann á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sem útvarpað var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Isavia hafa lýst áhyggjum um að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi flugvallarins vegna sviptivinda sem skapist frá nýjum byggingum nærri flugbrautum. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sig ósammála því mati og vilja hefja framkvæmdir í sumar. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Isavia hefur núna ítrekað áhyggjur sínar. „Við tókum undir þessar áhyggjur þeirra og báðum Reykjavíkurborg um viðbrögð. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ segir Sigurður Ingi. Hann minnir á flugvallarsamkomulagið sem gert var milli ríkis og borgar í nóvember 2019. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember árið 2019.Vilhelm Gunnarsson „Í minni sveit virða menn slíkt samkomulag og ég ætlast til þess að Reykjavíkurborg virði það,“ segir ráðherrann. Samkomulagið hafi ekki verið gert að ástæðulausu. Þetta snúi að flugöryggi og rekstrarmöguleika, bæði innanlandsflugs og einnig varaflugvallar millilandaflugs. „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstrarlega og öryggislega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg -Þannig að Reykjavíkurborg fær þetta svæði, Nýja Skerjafjörð, ekki til uppbyggingar í sumar? „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ svarar ráðherra flugmála, Sigurður Ingi Jóhannsson. Viðtalið má sjá hér:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39