Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2022 12:33 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Reykjavíkurflugvelli í morgun en hann var að koma úr flugi frá Egilsstöðum. Fyrir aftan má sjá svæðið umdeilda í Skerjafirði. Ívar Fannar Arnarsson Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við ráðherrann á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sem útvarpað var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Isavia hafa lýst áhyggjum um að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi flugvallarins vegna sviptivinda sem skapist frá nýjum byggingum nærri flugbrautum. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sig ósammála því mati og vilja hefja framkvæmdir í sumar. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Isavia hefur núna ítrekað áhyggjur sínar. „Við tókum undir þessar áhyggjur þeirra og báðum Reykjavíkurborg um viðbrögð. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ segir Sigurður Ingi. Hann minnir á flugvallarsamkomulagið sem gert var milli ríkis og borgar í nóvember 2019. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember árið 2019.Vilhelm Gunnarsson „Í minni sveit virða menn slíkt samkomulag og ég ætlast til þess að Reykjavíkurborg virði það,“ segir ráðherrann. Samkomulagið hafi ekki verið gert að ástæðulausu. Þetta snúi að flugöryggi og rekstrarmöguleika, bæði innanlandsflugs og einnig varaflugvallar millilandaflugs. „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstrarlega og öryggislega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg -Þannig að Reykjavíkurborg fær þetta svæði, Nýja Skerjafjörð, ekki til uppbyggingar í sumar? „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ svarar ráðherra flugmála, Sigurður Ingi Jóhannsson. Viðtalið má sjá hér: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við ráðherrann á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sem útvarpað var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Isavia hafa lýst áhyggjum um að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi flugvallarins vegna sviptivinda sem skapist frá nýjum byggingum nærri flugbrautum. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sig ósammála því mati og vilja hefja framkvæmdir í sumar. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Isavia hefur núna ítrekað áhyggjur sínar. „Við tókum undir þessar áhyggjur þeirra og báðum Reykjavíkurborg um viðbrögð. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ segir Sigurður Ingi. Hann minnir á flugvallarsamkomulagið sem gert var milli ríkis og borgar í nóvember 2019. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember árið 2019.Vilhelm Gunnarsson „Í minni sveit virða menn slíkt samkomulag og ég ætlast til þess að Reykjavíkurborg virði það,“ segir ráðherrann. Samkomulagið hafi ekki verið gert að ástæðulausu. Þetta snúi að flugöryggi og rekstrarmöguleika, bæði innanlandsflugs og einnig varaflugvallar millilandaflugs. „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstrarlega og öryggislega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg -Þannig að Reykjavíkurborg fær þetta svæði, Nýja Skerjafjörð, ekki til uppbyggingar í sumar? „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ svarar ráðherra flugmála, Sigurður Ingi Jóhannsson. Viðtalið má sjá hér:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39