Hildur ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2022 15:29 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborðinu á Vísi í gær. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni. Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Sjá meira
Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Sjá meira
Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17
Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31