Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Snorri Másson skrifar 28. apríl 2022 19:31 Hildur Björnsdóttir ætlar sér að verða borgarstjóri. En þung umræða um frammistöðu ríkisstjórnarflokkanna í landsmálunum er að hennar mati að skyggja á nauðsynlega umræðu um sveitarstjórnarmál í aðdraganda kosninga. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. „Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira