Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 14:53 Nokkur spenna virðist vera að færast í leikinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri. Vísir/Akureyri Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira