Alhvít jörð á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 11:57 Snjórinn var farinn, en er kominn aftur. Vísir/Tryggvi Hvít jörð beið Akureyringa og nærsveitunga þegar þeir risu úr rekkju í morgun. Frekari kuldi er í kortunum næstu daga en Akureyringar geta þó huggað sig við að það á að hlýna um og eftir helgi. Það byrjaði að snjóa í nótt og þegar Akureyringar litu út um gluggana í morgun beið þeirra óvæntur gestur, alhvít jörð og snævi þakin tré, sem eru farin að kvikna til lífs að nýju eftir veturinn. Snjórinn mun þó reyndar ekki staldra lengi við. „Það hlýnar örugglega um eina til tvær gráður eftir því sem líður á daginn þannig að þetta tekur að mestu leyti upp en svo kólnar aftur í kvöld. Það ætti að taka að mestu leyti yfir daginn,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Eftir tiltölulega snjólítinn vetur hefur vorið verið með ágætasta móti á Akureyri og því viðbúið að snjórinn hafi ekki verið neitt sérstaklega velkominn í nótt. „Meðalhitinn frá páskum er búinn að vera vel yfir meðallagi. Það er alltaf erfitt þegar vorar svona snemma þá er svo erfitt þegar koma þessir köldu kaflar inn á milli,“ segir Óli Jón. Grasið er farið að grænka en er nú þakið hvítu teppi.Vísir/Tryggvi Það er frekari kuldi í kortunum næstu daga og það gæti snjóað meira á fimmtudaginn. „Seinni hluti fimmtudags og fram á kvöld gæti kannski gefið mestu úrkomuna. Það er það kalt loft yfir landinu þá að það er ekkert ólíklegt að það verði slydda eða snjókoma,“ segir Óli Jón. Svona var staðan á Akureyri í morgun.Vísir/Tryggvi Um helgina horfir þó til betri tíðar. „Já, það hlýnar ágætlega og svo hlýnar enn meira eftir helgi sýnist mér þannig að þetta er allt saman að bresta á.“ Veður Akureyri Tengdar fréttir Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31 Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Það byrjaði að snjóa í nótt og þegar Akureyringar litu út um gluggana í morgun beið þeirra óvæntur gestur, alhvít jörð og snævi þakin tré, sem eru farin að kvikna til lífs að nýju eftir veturinn. Snjórinn mun þó reyndar ekki staldra lengi við. „Það hlýnar örugglega um eina til tvær gráður eftir því sem líður á daginn þannig að þetta tekur að mestu leyti upp en svo kólnar aftur í kvöld. Það ætti að taka að mestu leyti yfir daginn,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Eftir tiltölulega snjólítinn vetur hefur vorið verið með ágætasta móti á Akureyri og því viðbúið að snjórinn hafi ekki verið neitt sérstaklega velkominn í nótt. „Meðalhitinn frá páskum er búinn að vera vel yfir meðallagi. Það er alltaf erfitt þegar vorar svona snemma þá er svo erfitt þegar koma þessir köldu kaflar inn á milli,“ segir Óli Jón. Grasið er farið að grænka en er nú þakið hvítu teppi.Vísir/Tryggvi Það er frekari kuldi í kortunum næstu daga og það gæti snjóað meira á fimmtudaginn. „Seinni hluti fimmtudags og fram á kvöld gæti kannski gefið mestu úrkomuna. Það er það kalt loft yfir landinu þá að það er ekkert ólíklegt að það verði slydda eða snjókoma,“ segir Óli Jón. Svona var staðan á Akureyri í morgun.Vísir/Tryggvi Um helgina horfir þó til betri tíðar. „Já, það hlýnar ágætlega og svo hlýnar enn meira eftir helgi sýnist mér þannig að þetta er allt saman að bresta á.“
Veður Akureyri Tengdar fréttir Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31 Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31
Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41