Forstjóri Sjúkratrygginga þvertekur fyrir hörku í eftirliti Árni Sæberg skrifar 1. maí 2022 13:05 María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Egill Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kannast ekki við að aukin harka sé komin í eftirlit stofnunarinnar með veitendum heilbrigðisþjónustu Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í gær að Sjúkratryggingar Íslands hefðu farið mjög harkalega fram í eftirliti og endurkröfum sínum á hendur læknum og stofum undanfarið. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segist ekki kannast við að stofnunin beiti aukinni hörku heldur sé hún aðeins að framfylgja lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. „Sjúkratryggingar hafa auðvitað skyldu til að sinna eftirliti og í ljósi þess hvað við greiðum út mikið í sjúkratryggingar, við erum að greiða hátt í 130 milljarða á ári í alls konar tryggingar og þjónustu, þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa eftirlit með því. Við höfum verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að sinna eftirliti ekki nægilega vel, meðal annars benti Læknafélagið einhvern tímann á það. Við stofnuðum nýja eftirlitsdeild fyrir einu og hálfu ári síðan og við teljum það algjörlega nauðsynlegt í okkar starfi,“ segir María. Hún segir eftirlitsdeildina hafa bætt skipulag eftirlits stofnunarinnar og nú séu skýrari verklagsreglur til staðar en áður. Læknar fái að svara fyrir sig María segir að það heyri til undantekninga að Sjúkratryggingar þurfi að hafa afskipti af læknum og þau tilvik séu langoftast leyst farsællega með samkomulagi. „Í öllum eftirlitsmálum þá er það algjör regla að þeir sem eru til eftirlits fái að leggja fram sínar skýringar og koma frekari upplýsingum á framfæri. Oft leysast mál þá ef koma fram góðar skýringar. Ef að það gerist ekki, sem er alltaf í einhverjum tilvikum, að það virðast ekki vera eðlilegar skýringar á einhverri reikningsgerð, þá fer bara málið í sinn farveg. En ég held að það sé ekki hægt að segja að við göngum fram af mikilli hörku við innheimtu,“ segir María. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í gær að Sjúkratryggingar Íslands hefðu farið mjög harkalega fram í eftirliti og endurkröfum sínum á hendur læknum og stofum undanfarið. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segist ekki kannast við að stofnunin beiti aukinni hörku heldur sé hún aðeins að framfylgja lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. „Sjúkratryggingar hafa auðvitað skyldu til að sinna eftirliti og í ljósi þess hvað við greiðum út mikið í sjúkratryggingar, við erum að greiða hátt í 130 milljarða á ári í alls konar tryggingar og þjónustu, þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa eftirlit með því. Við höfum verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að sinna eftirliti ekki nægilega vel, meðal annars benti Læknafélagið einhvern tímann á það. Við stofnuðum nýja eftirlitsdeild fyrir einu og hálfu ári síðan og við teljum það algjörlega nauðsynlegt í okkar starfi,“ segir María. Hún segir eftirlitsdeildina hafa bætt skipulag eftirlits stofnunarinnar og nú séu skýrari verklagsreglur til staðar en áður. Læknar fái að svara fyrir sig María segir að það heyri til undantekninga að Sjúkratryggingar þurfi að hafa afskipti af læknum og þau tilvik séu langoftast leyst farsællega með samkomulagi. „Í öllum eftirlitsmálum þá er það algjör regla að þeir sem eru til eftirlits fái að leggja fram sínar skýringar og koma frekari upplýsingum á framfæri. Oft leysast mál þá ef koma fram góðar skýringar. Ef að það gerist ekki, sem er alltaf í einhverjum tilvikum, að það virðast ekki vera eðlilegar skýringar á einhverri reikningsgerð, þá fer bara málið í sinn farveg. En ég held að það sé ekki hægt að segja að við göngum fram af mikilli hörku við innheimtu,“ segir María.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58