Fótbolti

Guðrún og stöllur enn ósigraðar í Svíþjóð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar unnu góðan sigur í dag.
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar unnu góðan sigur í dag. @FCRosengard

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í 4-1 sigri Rosengård gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið er enn taplaust eftir sex umferðir á tímabilinu.

Heimakonur í Rosengård tóku forystuna eftir 14 mínútna leik, en gestirnir jöfnuðu aðeins þremur mínútum síðar.

Olivia Schough sá þó til þess að Rosengård fór með forystu inn í hálfleikinn með marki í úppbótartíma áður en varamaðurinn Bea Sprung og Olivia Schough tryggðu liðinu 4-1 sigur á lokamínútum leiksins.

Rosengård hefur nú unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og gert tvö jafntefli. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 14 stig, átta stigum meira en Hammarby sem situr í tíunda sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.