Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2022 21:02 Svanhildur (t.v.) og Eva Íris eru mjög spenntar fyrir helginni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum “Relay for Life”, sem fram fer árlega á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Krabbameinsfélags Íslands stendur að leikunum, sem fara fram í nýju Selfosshöllinni, fjölnota íþróttahúsi á Selfossi 30. apríl og 1. maí. “Þarna geta lið skráð sig til leiks og tekið þátt í heilan sólarhring með boðhlaupskefli með sér og sýnt þannig stuðning við fólk að krabbamein tekur ekki pásu, heldur er fólk að eiga við það allan sólarhringinn þegar það greinist,” segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri Styrkleikanna. Öflugt starf fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu með fjölbreyttum stuðningshópum, m.a. kemur fólk saman til að mála myndir. Félagið tekur að sjálfsögðu þátt í Styrkleikanum á Selfossi. “Okkur líst rosalega vel á þetta, við erum ofsaleg spennt og það er mikill heiður að fá að vera gestgjafar fyrstu Styrkleikanna,” segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Krabbameinsfélags Árnessýslu er með mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir sitt fólk.Magnús Hlynur Hreiðarsson 16 lið eru nú þegar skráð til leiks og enn er hægt að skrá sig og vera með. “Liðin og þeir, sem ætla að taka þátt eru að fara að ganga og vera á hreyfingu með kefli leikanna en það er í raun táknrænt fyrir að vera með krabbamein, þannig að þau bera krabbameinið fyrir viðkomandi einstakling, sem er í tengslum við liðið,” bætir Eva Íris við. “Við erum að safna áheitum líka og einmitt inn á Facbook erum við að reyna að vera dugleg að deila því. Við skorum á fólk að heita á okkur, taka þátt í þessu með okkur á einn eða annan hátt,” segir Svanhildur. Styrkleikarnir hefjast á hádegi á morgun, á laugardaginn og standa fram á hádegi á sunnudag, 1. maí. Allir eru velkomnir að mæta á staðinn og fylgjast með. Heimasíða Styrkleikanna Leikarnir fara fram í Selfosshöllinni, nýju fjölnotaíþróttahúsi á staðnum.Aðsend Árborg Hreyfum okkur saman Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum “Relay for Life”, sem fram fer árlega á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Krabbameinsfélags Íslands stendur að leikunum, sem fara fram í nýju Selfosshöllinni, fjölnota íþróttahúsi á Selfossi 30. apríl og 1. maí. “Þarna geta lið skráð sig til leiks og tekið þátt í heilan sólarhring með boðhlaupskefli með sér og sýnt þannig stuðning við fólk að krabbamein tekur ekki pásu, heldur er fólk að eiga við það allan sólarhringinn þegar það greinist,” segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri Styrkleikanna. Öflugt starf fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu með fjölbreyttum stuðningshópum, m.a. kemur fólk saman til að mála myndir. Félagið tekur að sjálfsögðu þátt í Styrkleikanum á Selfossi. “Okkur líst rosalega vel á þetta, við erum ofsaleg spennt og það er mikill heiður að fá að vera gestgjafar fyrstu Styrkleikanna,” segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Krabbameinsfélags Árnessýslu er með mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir sitt fólk.Magnús Hlynur Hreiðarsson 16 lið eru nú þegar skráð til leiks og enn er hægt að skrá sig og vera með. “Liðin og þeir, sem ætla að taka þátt eru að fara að ganga og vera á hreyfingu með kefli leikanna en það er í raun táknrænt fyrir að vera með krabbamein, þannig að þau bera krabbameinið fyrir viðkomandi einstakling, sem er í tengslum við liðið,” bætir Eva Íris við. “Við erum að safna áheitum líka og einmitt inn á Facbook erum við að reyna að vera dugleg að deila því. Við skorum á fólk að heita á okkur, taka þátt í þessu með okkur á einn eða annan hátt,” segir Svanhildur. Styrkleikarnir hefjast á hádegi á morgun, á laugardaginn og standa fram á hádegi á sunnudag, 1. maí. Allir eru velkomnir að mæta á staðinn og fylgjast með. Heimasíða Styrkleikanna Leikarnir fara fram í Selfosshöllinni, nýju fjölnotaíþróttahúsi á staðnum.Aðsend
Árborg Hreyfum okkur saman Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira