Hættu loks við að stöðva hátíð sem þrír Íslendingar taka þátt í Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 16:31 Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur í Brann fá að mæta Vålerenga á grasinu á Brann Stadion þrátt fyrir fyrri mótbárur Vålerenga. brann.no Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann ætla sér að skapa mikla hátíð og stemningu í kringum leikinn við Vålerenga í úrvalsdeild kvenna í Noregi. Vålerenga sagði ítrekað nei við því en hefur nú loks snúist hugur. Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira
Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira