Innlent

Grunaður um fjár­drátt frá tveimur þroska­skertum bræðrum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bræðurnir búa í sjálfstæðu búsetuúrræði í Sandgerði.
Bræðurnir búa í sjálfstæðu búsetuúrræði í Sandgerði. Vísir

Starfsmaður á velferðarsviði Suðurnesjabæjar er grunaður um að hafa dregið að sér að minnsta kosti eina og hálfa milljón króna frá tveimur þroskaskertum bræðrum sem búa í sjálfstæðu búsetuúrræði á vegum bæjarins.

Greint er frá málinu í Fréttablaðinu þar sem segir að frænka bræðranna hafi kært málið til lögreglu eftir að upp komst um að fjárhagsstaða þeirra á lokuðum reikningi hefði versnað til muna.

Hana grunar einnig að upphæðin sem starfsmaðurinn hafi stolið sé mun hærri, þar sem hann mun hafa haft aðgang að öðrum reikningum þeirra einnig, meðal annars kortareikningum. Bræðurnir, sem eru um fimmtugt eru að sögn hennar algjörlega upp á aðra komnir.

Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að lögreglan sé að rannsaka málið og miðar rannsókninni ágætlega fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×