Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 23:41 Frá og með 30. september næstkomandi mega karlmenn í Kanada gefa blóð. Marc Bruxelle/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð. BBC greinir frá þessu en frá og með 30. september munu karlmenn ekki vera spurðir um kynhneigð sína þegar þeir gefa blóð. Þeir munu frekar vera spurðir hvort þeir hafi tekið þátt í „áhættusömum kynlífsathöfnum“. Bannið var fyrst sett á í Kanada árið 1992 til að hindra HIV-veirunni frá því að dreifast meðal þeirra sem þiggja blóð. Allt til ársins 2013 mátti enginn samkynhneigður karlmaður gefa blóð, óháð því hvort hann hafi stundað kynlíf eða ekki. Aðrar þjóðir hafa einnig nýlega aflétt banninu, svo sem Bretland, Danmörk, Frakkland, Brasilía og Ungverjaland. Bandaríkin breyttu sinni reglugerð í kjölfar Covid-19 faraldursins en áður mátti karlmaður ekki gefa blóð innan við ári eftir seinustu kynmök með öðrum karlmanni. Nú eru það þrír mánuðir. Í september á seinasta ári gerði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs. Breytingatillagan geri karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum kleift að gefa blóð en tillagan hefur ekki verið tekin fyrir. Þann 31. janúar síðastliðinn svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um málið og sagði að breytingarinnar mætti vænta í apríl eða maí. Hinsegin Jafnréttismál Kanada Tengdar fréttir Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
BBC greinir frá þessu en frá og með 30. september munu karlmenn ekki vera spurðir um kynhneigð sína þegar þeir gefa blóð. Þeir munu frekar vera spurðir hvort þeir hafi tekið þátt í „áhættusömum kynlífsathöfnum“. Bannið var fyrst sett á í Kanada árið 1992 til að hindra HIV-veirunni frá því að dreifast meðal þeirra sem þiggja blóð. Allt til ársins 2013 mátti enginn samkynhneigður karlmaður gefa blóð, óháð því hvort hann hafi stundað kynlíf eða ekki. Aðrar þjóðir hafa einnig nýlega aflétt banninu, svo sem Bretland, Danmörk, Frakkland, Brasilía og Ungverjaland. Bandaríkin breyttu sinni reglugerð í kjölfar Covid-19 faraldursins en áður mátti karlmaður ekki gefa blóð innan við ári eftir seinustu kynmök með öðrum karlmanni. Nú eru það þrír mánuðir. Í september á seinasta ári gerði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs. Breytingatillagan geri karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum kleift að gefa blóð en tillagan hefur ekki verið tekin fyrir. Þann 31. janúar síðastliðinn svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um málið og sagði að breytingarinnar mætti vænta í apríl eða maí.
Hinsegin Jafnréttismál Kanada Tengdar fréttir Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18