Fótbolti

Meistaradeildin 2022-23 hefst í Víkinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tímabilið 2022-23 í Meistaradeild Evrópu hefst í Víkinni, heimavelli Íslands- og bikarmeistaranna.
Tímabilið 2022-23 í Meistaradeild Evrópu hefst í Víkinni, heimavelli Íslands- og bikarmeistaranna. vísir/Hulda Margrét

Íslands- og bikarmeistarar Víkings halda umspil um eitt laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í júní.

Í umspilinu mætast lið frá fjórum neðstu þjóðum á styrkleikalista UEFA; Íslandi, Eistlandi, San Marinó og Andorra.

Víkingur og Levadia Tallin sóttu um að halda umspilið og Íslands- og bikarmeistararnir unnu hlutkestið.

Tveir undanúrslitaleikir fara fram 21. júní. Leikur Víkings fer fram í Víkinni en hinn leikurinn á öðrum gervigrasvelli hér á landi. Þremur dögum síðar fer úrslitaleikurinn fram á Víkingsvelli. Sigurvegarinn kemst í forkeppni Meistaradeildarinnar en hin þrjú liðin fara í Sambandsdeild Evrópu.

Því er ljóst að fyrstu leikirnir í Meistaradeildinni tímabilið 2022-23 fara fram hér á landi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.