Erlent

Yfir helmingur Bandaríkjamanna fengið Covid-19

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nokkrir tugir þúsunda greinast með Covid-19 á hverjum degi í Bandaríkjunum.
Nokkrir tugir þúsunda greinast með Covid-19 á hverjum degi í Bandaríkjunum. Spencer Platt/Getty Images

Bandaríska sóttvarnarstofnunin áætlar að 58 prósent Bandaríkjamanna hafi greint með Covid-19 frá því að heimsfaraldurinn hófst vorið 2020.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar stofnunarinnar þar sem áætlað er að mikil fjölgun tilfella vegna ómíkronafbrigðisins undanfarna mánuði skýri þetta hlutfall.

Einnig er talið að um 75 prósent yngri barna hafi smitast af Covid-19.

Áður en ómíkronafbrigðið fór á skrið í desember er talið að þriðjungur Bandaríkjamanna hafi greinst með Covid-19. Afbrigðið gerði það að verkum að hlutfall smitaðra jókst í öllum aldurshópum.

Í rannsókninni var leitað eftir mótefnum í blóðsýnum.

Faraldurinn er enn á nokkurri siglingu í Bandaríkjunum þar sem nokkrir tugir þúsunda greinast með Covid-19 á hverjum degi. Alls hafa áttatíu milljónir greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum frá upphafi og 988 þúsund látis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×