Fótbolti

Ari hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason í leik með Norrköping.
Ari Freyr Skúlason í leik með Norrköping. Norrköping

Ari Freyr Skúlason og félagar hans í Norrköping unnu góðan 2-1 sigur er liðið sótti Davíð Kristján Ólafsson og félaga hans í Kalmar heim í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Davíð Kristján var í byrjunarliði Kalmar en var tekinn af velli í hálfleik, en Ari Freyr hóf leik á bekknum hjá Norrköping og kom inn sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Gestirnir í Norrköping fóru með 2-0 forystu inn í hálfleikinn áður en varamaðurinn Isak Jansson sem kom inn á fyrir Davíð Kristján minnkaði muninn fyrir Kalmar eftir klukkutíma leik. 

Nær komust heimamenn þó ekki og niðurstaðan varð 2-1 útisigur Norrköping. Þetta var fyrsti sigur Ara Freys og félaga á tímabilinu og liðið er nú með fjögur stig eftir fimm leiki, tveimur stigum minna en Kalmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×