Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 15:40 Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir fóru um víðan völl í Pallborðinu í dag. Oft var bæði talað með munni og höndum. Vísir/Vilhelm „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira