„Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2022 07:00 Klara Elíasdóttir söngkona talar um ferilinn, ástina, lagasmíðar, Ísland, draumana, Nylon og margt fleira í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Helgi Ómars „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið