„Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2022 07:00 Klara Elíasdóttir söngkona talar um ferilinn, ástina, lagasmíðar, Ísland, draumana, Nylon og margt fleira í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Helgi Ómars „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira