Útvarpsmaðurinn Leifur Hauksson er látinn, sjötugur að aldri, eftir veikindi.
Leifur sinnti dagskrárgerð á báðum rásum Ríkisútvarpsins um margra ára skeið og var einn af reyndustu útvarpsmönnum landsins. Stjórnaði hann meðal annars morgunútvarpi Rásar 2.
Þá var Leifur einnig tónlistarmaður en hann var meðlimur í hljómsveitunum Þokkabót og Hrekkjusvín en síðarnefnda hljómsveitin var samstarfsverkefni Þokkabótar og Spilverks þjóðanna. Plata þeirra Lög unga fólksins naut töluverðra vinsælda á sínum tíma.
Leifur lék einnig í kvikmyndum og kom fram í sjónvarpsþáttunum Kötlu sem frumsýndir voru síðasta sumar.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.