Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 22:00 Það mun skýrast á næstu dögum hvort samkomulag náist milli ríki og borgar í þessu máli. Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum. Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira