Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann á Landspítala sem nauðlenti á svifdreka nálægt Hlíðarvatni í Selvogi klukkan 13 í dag. Þyrlan var kölluð út með mesta forgangi.
Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þyrlunni hafi verið lent á Landspítalanum í Fossvogi nú skömmu eftir klukkan tvö.
Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en þyrlan var kölluð út á hæsta viðbúnaðarstigi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira