Enn eitt heimsmetið hjá Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 20:01 Ágætis fjöldi það. Pedro Salado/Getty Images Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona halda áfram að brjóta glerþök en liðið setti í kvöld nýtt heimsmet í áhorfendafjölda á fótboltaleik kvenna. Fyrra metið var sett fyrr á þessu ári og nú er spurningin hvort Barcelona þurfi stærri heimavöll til að koma öllum sem vilja fyrir. Barcelona tók á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þegar leikur Barcelona og Real Madríd í 8-liða úrslitum var færður á Nývang varð uppselt á örskotsstundu. Sama átti sér stað þegar miðar fóru í sölu fyrir leik Börsunga og Wolfsburg. Að rjúka út eins og heitar lummur nær ekki yfir hversu hratt miðarnir ruku út. Það varð aftur uppselt á innan við mínútum nánast. Allir Börsungar sem mættu á leikinn hafa fengið margfalt til baka þar sem Barcelona vann 5-1 stórsigur og er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Þegar leiknum var að ljúka var svo tilkynnt að félagið hefði slegið heimsmet í áhorfendafjölda. Aftur! Official world record attendance at Camp Nou 91,648 https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/vc0jchNi3t— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Alls mættu 91.648 manns á leik kvöldsins. Hvort það met verði slegið á næstunni á eftir að koma í ljós en þá þarf eflaust að gera endurbætur á Nývangi sem getur tekið 99.354 í sæti ef öll sæti vallarins eru fyllt. Vert er að taka fram að aðeins sáu rétt rúmlega 57 þúsund manns síðasta heimaleik karlaliðs Barcelona. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spánn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Barcelona tók á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þegar leikur Barcelona og Real Madríd í 8-liða úrslitum var færður á Nývang varð uppselt á örskotsstundu. Sama átti sér stað þegar miðar fóru í sölu fyrir leik Börsunga og Wolfsburg. Að rjúka út eins og heitar lummur nær ekki yfir hversu hratt miðarnir ruku út. Það varð aftur uppselt á innan við mínútum nánast. Allir Börsungar sem mættu á leikinn hafa fengið margfalt til baka þar sem Barcelona vann 5-1 stórsigur og er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Þegar leiknum var að ljúka var svo tilkynnt að félagið hefði slegið heimsmet í áhorfendafjölda. Aftur! Official world record attendance at Camp Nou 91,648 https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/vc0jchNi3t— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Alls mættu 91.648 manns á leik kvöldsins. Hvort það met verði slegið á næstunni á eftir að koma í ljós en þá þarf eflaust að gera endurbætur á Nývangi sem getur tekið 99.354 í sæti ef öll sæti vallarins eru fyllt. Vert er að taka fram að aðeins sáu rétt rúmlega 57 þúsund manns síðasta heimaleik karlaliðs Barcelona. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spánn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira