Lögreglu beri að aðstoða þrátt fyrir hættu á fuglaflensu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 Brigitte vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að þó það sé ólíklegt, þá sé ekki hægt að útiloka það að fuglaflensan smitist í önnur dýr. „Við höfum fengið fjölmargar ábendingar um dauða villta fugla. Við höfum tekið þessar ábendingar til meðferðar og tekið sýni þar sem við töldum þess þörf. Það eru ekki komnar niðurstöður úr þeim og því höfum við ekki fleiri upplýsingar um þau.“ Þekkingin ekki næg Aðspurð segir Brigitte að það sé ekki útilokað fyrir fuglaflensuna að berast til annara dýrategunda. „Staðan og þekkingin í dag er þannig að smithættan fyrir önnur spendýr er lítil. Við getum aldrei útilokað það en með þessum veirum sem eru að ganga um í Evrópu þá eru sterkar vísbendingar um að önnur dýr smitist ekki en það gæti þó gerst,“ segir Brigitte. Nota hlífðarbúnað Vísir greindi frá því í gærkvöldi að vængbrotin súla fengi ekki aðstoð frá lögreglu vegna hættu á fuglaflensusmiti. Brigitte segir að lögreglunni beri að aðstoða fuglinn en sé það ekki hægt ætti að kalla á dýralækni til að aflífa hann. „Við erum búin að upplýsa lögregluna, sveitarfélögin og dýralækna um svona mál. Þegar fuglar eða önnur dýr finnast veik þessa daga, það er náttúrulega alltaf grunur um fuglaflensu þrátt fyrir að við vitum það ekki, þá er rétt að aflífa fuglinn en ekki með skotvopni,“ segir Brigitte en þá gæti vefur eða blóð úr fuglinum skvest út um allt og mengað náttúruna. „Þá er rétt að kalla til dýralækni sem aflífar fuglinn með banvænni sprautu“ Hún vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Nota ætti hlífðarbúnað við það. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Við höfum fengið fjölmargar ábendingar um dauða villta fugla. Við höfum tekið þessar ábendingar til meðferðar og tekið sýni þar sem við töldum þess þörf. Það eru ekki komnar niðurstöður úr þeim og því höfum við ekki fleiri upplýsingar um þau.“ Þekkingin ekki næg Aðspurð segir Brigitte að það sé ekki útilokað fyrir fuglaflensuna að berast til annara dýrategunda. „Staðan og þekkingin í dag er þannig að smithættan fyrir önnur spendýr er lítil. Við getum aldrei útilokað það en með þessum veirum sem eru að ganga um í Evrópu þá eru sterkar vísbendingar um að önnur dýr smitist ekki en það gæti þó gerst,“ segir Brigitte. Nota hlífðarbúnað Vísir greindi frá því í gærkvöldi að vængbrotin súla fengi ekki aðstoð frá lögreglu vegna hættu á fuglaflensusmiti. Brigitte segir að lögreglunni beri að aðstoða fuglinn en sé það ekki hægt ætti að kalla á dýralækni til að aflífa hann. „Við erum búin að upplýsa lögregluna, sveitarfélögin og dýralækna um svona mál. Þegar fuglar eða önnur dýr finnast veik þessa daga, það er náttúrulega alltaf grunur um fuglaflensu þrátt fyrir að við vitum það ekki, þá er rétt að aflífa fuglinn en ekki með skotvopni,“ segir Brigitte en þá gæti vefur eða blóð úr fuglinum skvest út um allt og mengað náttúruna. „Þá er rétt að kalla til dýralækni sem aflífar fuglinn með banvænni sprautu“ Hún vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Nota ætti hlífðarbúnað við það.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira