Ísaki fannst hann of feitur og sýndi muninn Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 08:30 Ísak Snær Þorvaldsson átti sinn þátt í að halda ÍA uppi í efstu deild í fyrra og koma liðinu í bikarúrslitaleikinn. vísir/daníel Ísak Snær Þorvaldsson var ein stærsta hetja 1. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik með Breiðabliki. Hann sýndi muninn á líkamlegu atgervi sínu á milli ára. Ísak var valinn leikmaður 1. umferðar í Stúkunni á Stöð 2 Sport en hann skoraði tvö fyrstu mörk Blika í 4-1 sigrinum gegn Keflavík á þriðjudagskvöld. Þetta var fyrsti deildarleikur Ísaks fyrir Breiðablik en hann kom til félagsins frá ÍA í vetur. Í gær sýndi Ísak svo myndir af sér frá því í fyrsta deildarleik í fyrra, með ÍA, og í leiknum á þriðjudag og virtist hlátur í hug yfir muninum á sér. Fyrsti í pepsi 21 vs fyrsti í bestu 22 pic.twitter.com/KdTBJ32uCM— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) April 21, 2022 Ísak er tvítugur og var á mála hjá Norwich í Englandi áður en hann kom til Breiðabliks í vetur. Hann var lánaður til ÍA sumarið 2020 og áfram í fyrra. Ísak tjáði sig í vetur um það að hann hefði einfaldlega ekki verið í góðu formi við upphaf síðustu leiktíðar. Hann átti hins vegar sinn þátt í að halda ÍA í efstu deild og var svo fenginn til Breiðabliks sem bauð honum þriggja ára samning. „Þegar ég samdi upp á Skaga sumarið 2020 þá var ég fyrst og fremst að hugsa um það að spila fótbolta og koma mér í leikform. Þegar tímabilið 2021 hófst þá var ég bara of feitur svo við segjum það bara eins og það er,“ sagði Ísak í viðtali við Morgunblaðið í janúar og bætti við: „Ég var þungur á mér en ég tók ekki eftir því sjálfur. Ég reif mig loksins í gang þegar fólk fór að nefna þetta sérstaklega við mig og ég missti einhver fjögur kíló á tveimur vikum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Ísak var valinn leikmaður 1. umferðar í Stúkunni á Stöð 2 Sport en hann skoraði tvö fyrstu mörk Blika í 4-1 sigrinum gegn Keflavík á þriðjudagskvöld. Þetta var fyrsti deildarleikur Ísaks fyrir Breiðablik en hann kom til félagsins frá ÍA í vetur. Í gær sýndi Ísak svo myndir af sér frá því í fyrsta deildarleik í fyrra, með ÍA, og í leiknum á þriðjudag og virtist hlátur í hug yfir muninum á sér. Fyrsti í pepsi 21 vs fyrsti í bestu 22 pic.twitter.com/KdTBJ32uCM— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) April 21, 2022 Ísak er tvítugur og var á mála hjá Norwich í Englandi áður en hann kom til Breiðabliks í vetur. Hann var lánaður til ÍA sumarið 2020 og áfram í fyrra. Ísak tjáði sig í vetur um það að hann hefði einfaldlega ekki verið í góðu formi við upphaf síðustu leiktíðar. Hann átti hins vegar sinn þátt í að halda ÍA í efstu deild og var svo fenginn til Breiðabliks sem bauð honum þriggja ára samning. „Þegar ég samdi upp á Skaga sumarið 2020 þá var ég fyrst og fremst að hugsa um það að spila fótbolta og koma mér í leikform. Þegar tímabilið 2021 hófst þá var ég bara of feitur svo við segjum það bara eins og það er,“ sagði Ísak í viðtali við Morgunblaðið í janúar og bætti við: „Ég var þungur á mér en ég tók ekki eftir því sjálfur. Ég reif mig loksins í gang þegar fólk fór að nefna þetta sérstaklega við mig og ég missti einhver fjögur kíló á tveimur vikum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira